sunnudagur, 11. september 2011

Snorklað í Rauða hafinu

Á fimmtudagskvöldið lá leið okkar á Khan el Kalyly markaðinn sem er alveg risa stór og liggur í allar áttir, þetta er mikið gert fyrir ferðamenn en við sáum ekki einn einasta ferðamann þarna, þetta er mjög skrítið það er eins og það sé enginn að ferðast um landið núna, þar af leiðandi fengum við lítinn frið til að skoða hvað þeir höfðu uppá að bjóða því ef þeir ná manni skoða dótið hjá sér kemstu ekki í burtu nema kaupa eitthvað hjá þeim, og ef þú kaupir bara einn hlut hjá þeim fara þeir í fýlu. Það var mikið basl að komast aftur á hostelið okkar þar sem bílstjórinn var alveg týndur í lífinu og vissum við leiðina frekar en hann, þurftum að borga alveg 300 kr sem var þrisvar sinnum meira en leiðin á markaðinn. Þorri er minntur á það á hverju götuhorni hversu heppinn hann sé, því  egypsku karlmennirnir eru yfir sig hrifnir af Grétu og hvert sem við förum er kallað lucky man á eftir Þorra, en á markaðnum kom síðan besta boðið, þar hittum við mann sem sagðist eiga tvær konur og var meira en til í að skipta við Þorra á þeim og Grétu, Þorri sagðist ætla að hugsa málið en að lokum varð ekkert úr þessum skiptum þeirra.
Vöknuðum klukkan 7 á föstudagsmorguninn til að vera viss um að komast út úr borginni áður en hádegisbænirnar myndu klárast því þá áttu að hefjast yfir milljón manna mótmæli. Mættum um átta leytið á Tharir torgið (þar sem mótmælin fara alltaf fram) til þess að fara í sendiráðið og fá vegabréfsáritun aftur inn í Egyptaland (þegar við komum til baka frá Jóradíu) það gekk ekki betur en svo að það var lokað vegna þess að það var föstudagur. Það var mjög sérstakt andrúmsloft á torginu þar sem menn voru þegar komnir saman og byrjaðir að ganga með egypskufánana í fylkingum öskrandi „Revolution“. Það sem kom helst á óvart var að allir skriðdrekarnir, hermennirnir og brynvörðu lögreglumennirnir sem voru þarna daginn áður voru allir á bak og burt nú þegar mesta þörfin var á þeim.  Það kom okkur því ekkert á óvart að lesa í fréttunum að allt hafi soðið uppúr og orðið vitlaust þarna, bensínsprengjur, ofbeldi og byggingar eyðilagðar.
Skunduðum síðan á lestastöðina bara til þess að komast að því að lestin til Aswan var alveg full þannig að ekki gekk það eftir og þá var bara að finna eitthvað annað plan og ákváðum við því að fara frekar með rútu austur á Sinai skagann til bæjar sem heitir Dahab og í framhaldi af því að fikra okkur nær Jórdaníu. Við biðum þarna á rútustöðinni alveg til hálf 2 og strax þegar byrjað var að kirja bænirnar í hádeginu byrjaði fólk að loka öllum búðum og allir þustu í burtu, það var mjög skrítið að fylgjast með þessu því maður fann spennuna í loftinu. Svo þegar við lögðum loksins af stað með rútunni sáum við fólk útúm allan bæ í fylkingum stefnandi að miðbænum allir með fána og baráttusvipinn sinn.
Leiðin til Dahab tók átta og hálfan tíma, en það leið nú ansi fljótt þótt ótrúlegt sé, enda góð afþreying í boði, tveir skjáir voru í rútunni og á þeim voru sýndar tvær arabískar myndir, hljóðið var stillt svo hátt að maður varla heyrði í ipodinum. Á leiðinni var stoppað á svona klukkutíma fresti alla leiðina þar sem við fórum í gegnum tollhlið og voru hermenn með byssur allsstaðar sjáanlegir á leiðinni.. Það var líka þarna indæll maður sem sat við hliðina á okkur sem var að reyna að hjálpa okkur með SIM kortið sem við vorum nýbúin að kaupa, en þetta virkaði ekkert hjá, eftir nokkur símtöl og miklar pælingar heimtaði hann að gefa okkur sitt kort því hann sagði að hann yrði að hjálpa okkur. Við gátum ekki tekið við því hjá honum og eftir mikið þras gafst hann upp, gæti verið að við höfum verið dónaleg að taka ekki við þessu en okkur fannst bara of mikið að þiggja þetta annars góða boð, þetta sýnir bara gestrisnina hjá Egyptunum, þeir brosa líka alltaf til manns og segja „Welcome to Egypt“. Í svona langri rútuferð þar sem er bara stoppað einu sinni væri gott að hafa klósett um borð, en stundum væri bara betra að sleppa því... því ekkert klósett er betra en yfirfullt klósett sem skvettir hlandi um allan klósettklefann og stigann fyrir framan hann.
Í Dahab duttum við inná frábært tilboð á gistingu á rútustöðinni sem reyndar hljómaði of gott til að vera satt og komumst við að því að of gott getur stundum verið satt : ) Hér erum við með einka -hótel, -sundlaug, -veitingastað og –starfsmenn alveg útaf fyrir okkur, frábært herbergi og allt fyrir einn þúsundkall nóttin, innfalið í því var líka kakkalakki í matnum hans Þorra en við kipptum okkur lítið upp við það, hann færður í servíettuna og maturinn kláraður.
Í gær var bara chillað, farið á ströndina og legið við sunlaugarbakkann og viti menn við sáum svona 10 ferðamenn í þessum mikla ferðamannabæ. Í Egyptalandi er hægt að prútta allsstaðar, við meira að segja gátum prúttað í apótekinu!! Um kvöldið var svo borðað úti við sjóinn með útsýni yfir til Sádí Arabíu.
Í dag fórum við á stað sem heitir Blue Hole sem er stórt kóralrif ekki svo langt héðan frá Dahab, þar var deginum eytt í að snorkla í kringum rifin, sólböð og afslöppun. Þetta var rosalega flott og fiskar í öllum regnbogans litum, skjaldbökur og önnur sjókvikindi : ) Þetta er eins og einhver allt annar heimur, sem þetta nú er. Ferðin á staðinn var líka áhugaverð þar sem við sátum aftan á pikk-up bíl ásamt litlum strák sem við þurftum nánast að halda nirði því hann vildi ólmur príla upp á bílþakið eða sitja á kantinum þannig að Þorri þurfti að hafa sig allan við að ríghalda í bolinn hans alla leiðina.
Ferðin sjálf var samt mjög falleg mikið af háum fjöllum, eyðimörk og fólk á kameldýrum allt í kring.
Á morgun er planið að fara til Jórdaníu að skoða Petru og synda í Dauða hafinu, en það er aldrei að vita hvernig plönin breytast : )

23 ummæli:

  1. Þið eruð bara frábær :-) megið endilega synda smá fyrir okkur....:P

    kv Inga og Heimir

    SvaraEyða
  2. OMG .. geggjað! Ég var að snorkla í dag í Silfru á Þingvöllum. Skemmtilegt en engir fiskar. Flottar myndirnar ykkar, ég lendi alltaf í vandræðum með að setja inn myndir í textann .. hefði þurft að fara á námskeið hjá þér fyrir brottför ;-) Hlakka til að lesa um heimsóknina í Petru!
    Kveðja, INGA HEIÐA

    SvaraEyða
  3. Gaman að heyra frá ykkur :) Þurfti að borga eitthvað aukalega fyrir kakkalakkann?? ;) Mátt henda inn adressunni af hótelinu á facebook eða eitthvað svo maður geti fundið þetta á google earth :) kv. Bjarni

    SvaraEyða
  4. Þetta hljómar eins og í bíómynd! örugglega ótrúlegt að vera að gera þetta=) Pínu öfund í gangi hérna megin! en hlakka til að heyra meira af ykkur =)

    SvaraEyða
  5. Hérna er heimasíðan þeirra http://yasminadahab.com/default.aspx.
    @Inga Heiða, þegar þú ert að skrifa bloggið er valmöguleiki að gera insert photo, þú ýtir á mynd í ramma :)

    SvaraEyða
  6. Ágætt að Þorri ákvað að láta ekkert verða af skiptunum hehe.. þetta er nú meira þjóðfélagið ;) Frábært að heyra að þið eruð að hafa það gott, hlakka til að sjá fleiri myndir :)

    SvaraEyða
  7. Þetta eru nú meiri ævintýrin;-) Það er líka svo gaman að sjá myndir. Bestu kveðjur frá okkur heima.Mamma

    SvaraEyða
  8. Ég datt inn á bloggið ykkar af facebook. Ætla að gerast reglulegur leynigestur hér.
    Ekkert smá spennandi ferð hjá ykkur! Farið varlega og njótið lífsins.
    Bestu kveðjur, Dóra Margrét

    SvaraEyða
  9. Gretaaaa! I don't understand anything :(:(! but nice pictures ;)!

    xxx lore

    SvaraEyða
  10. Allt svo geðveikt spennandi hjá ykkur, geggjað að lesa bloggin ykkar :) Hlökkum til að lesa meira!

    Kv. Arnheiður&Höskuldur

    SvaraEyða
  11. Vá gaman að lesa bloggin ;D ekkert smá spes að hlusta á hvernig dagarnir ykkar eru hehe. Líka að allt geti breyst bara fyrirvaralaust ekkert panikk hehe. Haldið áfram að skemmta ykkur ;D hlakka til að sjá næsta blogg!
    KV. Inga

    SvaraEyða
  12. Mikið er gott að heyra frá ykkur þarna í sólinni. Hér er haustið að leggjast að, nákvæmlega núna er hér 3 st. hiti og stefnir í frostnótt. Passið hvort annað í þessum ótrúlega heimshluta.
    Bestu kveðjur frá ömmu og afa á Blönduósi.

    SvaraEyða
  13. gaman að lesa bloggið og sjá myndir frá ykkur.
    kveðja Hulda frænka Sandefjord

    SvaraEyða

  14. Skemmtilegt blogg ;o)
    Ég sakna þess að sjá ekki mynd hér af bólfélaganum ykkar honum Agmir eða hvað sem hann nú heitir ;o)
    Kær kveðja
    Mamma ;o)

    SvaraEyða
  15. p.s. gleymdi að segja hvað myndin er flott af ykkur með þennan girnilega drykk ;o)

    kv.
    mamma Elín ;o)

    SvaraEyða
  16. Frábært! Skemmtið ykkur vel.

    SvaraEyða
  17. Gaman að fá að fylgjast með ykkur. Hafið þið það gott. Kv Heiðrún Edda

    SvaraEyða
  18. Gaman að lesa bloggið ykkar. Gott að Þorri vildi ekki skipta við gaurinn á götuhorninu. Enda á hann örugglega nóg með eina kellu haha ;)
    kv Jóhanna

    SvaraEyða
  19. Ótrúlega er ég sátt með það hvað þið eruð dugleg að blogga strax! Get ekki beðið eftir því að fara að erindrekast með ykkur um heiminn, það styttist óðum. :) :)
    p.s. lífið er nú ekkert svo slæmt hérna í vinnunni, fékk murg kathi rúllu í kvöldmat án þess að biðja um hana!!
    Kv. Gudda Budda

    SvaraEyða
  20. Gaman að lesa um ferðalagið ykkar. Gott að þið fóruð frá borginni áður en allt sauð upp úr. Hlakka til að fylgjast með skrifanum ykkar.

    knús
    Sigurbjörg Hvönn

    SvaraEyða
  21. Ótrúlega gaman að lesa bloggið ykkar,það verður spennandi að fá að fylgjast með ykkur,farið varlega !!!
    Bestu kveðjur Jóhanna Þorbergsd.

    SvaraEyða
  22. Helga Gunnarsdóttir20. september 2011 kl. 12:40

    Ég er alveg sammála mönnunum þarna í Egyptalandi, Þorri þú ert mjög heppinn maður að vera með henni Grétu ;) Samt fegin að þú skiptir ekki á henni og einhverjum öðrum konum, vil fá Grétu heim aftur!

    Hafið það gott
    Helga

    SvaraEyða