laugardagur, 24. september 2011

Alexandría

Silgt um Níl
Eftir afslöppun suður í Aswan tókum við aftur lestina meðfram Níl til Cairo, í þetta skiptið tók ferðin sextán tíma vegna bilunar eða slyss (skildum ekki alveg hvað maðurinn var að segja). Eins og vanalega rifust og skömmuðust heimamenn í hvor öðrum langan hluta leiðarinnar, það er alveg ótrúlegt að ekki brjótist út slagsmál miðað við hitann í mönnum, þá eru þetta ekki bara tveir, þrír sem eru að rífast í einu heldur svona 6-8 manns og allir að ýta í hvorn annan. Gréta fékk næstum hjartaáfall  á leiðinni þar sem aðal sportið hjá litlu strákunum í sveitunum er að grýta steinum í lestarnar þegar þær þjóta hjá, einum stráksa tókst það með eindæmum vel og kom þessi myndalega sprunga í rúðuna hliðiná Grétu.  
Maður er orðinn alveg ruglaður í verðum hérna til dæmis eina nóttina ætluðum við að fara á uppáhalds hostelið okkar í Cairo en það var fullt þannig að okkur bauðst bara herbergi með 4 rúmum og þar af leiðandi aðeins dýrara en við höfðum áður verið að borga. Okkur fannst þetta nú ekkert sniðugt þannig að við fórum á næsta hótel sem við sáum og þar bauðst okkur ódýrari gisting, það herbergi minnti helst á fangaklefa þar sem dýnurnar voru úr hesthárum og rúmið svo bogið að þetta var eins og að sofa í hengirúmi úr járngrind, koddarnir voru blóðugir og svo brúnir að það virtist ekki hafa verið skipt um sængurföt síðan á Eiðum ´64 (spyrjið Þorra!!). Þegar við báðum um hrein komu  þau bara með aðra kodda í staðinn sem voru jafnvel skítugri en þeir gömlu.  Þarna voru veggirnir með veggjakroti, skítugir eyrnapinnar útum allt og eigandinn sat við lobbýið, reykti og henti svo stubbunum á gólfið fyrir framan fæturna á okkur. Við hugsuðum ekkert útí það fyrr en eftir á að þetta herbergi var aðeins 300 krónum ódýrara en fallega herbergið á uppáhalds hótelinu okkar!!
Gréta alltof lítið klædd á ströndinni
Tókum rútu á fimmtudaginn til Alexandriu sem er næst stærsta borg Egyptalands og liggur við Miðjarðarhafið og ekki ímynda ykkur bláan, tæran sjó og hvítar strendur, hann er brúnn og fullur af pokum og pepsi dósum ala Egyptaland. Létum hins vegar á þetta reyna og skelltum okkur á ströndina einn daginn, þar voru allar konurnar kappklæddar í  svarta einkennisbúningnum sínum svo það rétt glitti í augun á þeim, karlarnir þeirra voru hins vegar létt klæddir og léku sér hamingjusamir í sjónum á meðan  þær sátu undir sólhlíf og horfðu á. Gréta var hins vegar klædd í hnésíðan kjól og vakti það mikla lukku hjá karlmönnunum en ólukku hjá konunum sem gáfu henni illt augnaráð því karlarnir þeirra snéru sér næstum úr hálsliðunum og tóku svona tvær til þrjár ferðir til að labba fram hjá. Einn fékk þó heldur betur að finna fyrir því þar sem hann starði á Grétu því konan hans var nú ekki sátt við það og löðrungaði hann þvert yfir beðið (spyrjið Þorra..). Fengum mjög fljótlega leið á þessu strandlífi enda ekkert sérlega gaman í sólbaði fullklæddur og tókum sporvagninn heim, á leiðinni lenti Þorri í djúpum samræðum við einn heimamanninn sem ólmur vildi útskýra fyrir honum hvernig lestin virkaði, þetta útskýrði hann vel og lengi og notaði meðal annars myndir sér til rökstuðnings, sem hann teiknaði inní lófann á sér. Eftir nokkuð ýtarlega útlistun á því hvernig lestin gékk festi hann blað í pennann sinn svo hann leit út eins og flugvél og lét hann fljúga í kring um okkur, á meðan lýsti hann nýstárlegum hugmyndum sínum og nýrri tækni sem hann hafði sjálfur þróað til að stórbæta flugsamgöngur. Þetta samtal stóð yfir í ca. hálftíma, meðan á þessu samtali stóð kom maður og settist við hlið Þorra og reyndi að útskýra fyrir manninum að við töluðum ekki arabísku og myndum að öllum lýkindum ekki skilja stakt orð af því sem hann sagði og bað hann vinsamlegast um að hætta að tala. Hann hélt nú ekki og blaðraði áfram, á meðan brosti Þorri og kinkaði kolli í takt við manninn (og hló þegar það átti við). Maðurinn vakti mikla lukku og voru allir farþegar lestarinnar farnir að fylgjast með þessum gamla verkfræðingi sem að öllum líkindum hefur lesið yfir sig.
Erum búin að vera dugleg að smakka Egypskan mat og búin að finna okkar uppáhöld, sætindin eru líka hættulega góð og er Gréta farin að velja veitingastaði eftir eftirréttunum ;)
Við höfum tekið eftir að lang flestir mennirnir hérna eru með svokallaða „rúsínu“ á enninu (þeirra orðalag) en það er hringlaga svartur blettur og stafar hann af nuddi við bænamotturnar, það þykir frekar flott því það þýðir að þú biðjir mikið og höfum við heyrt að oft nuddi þeir blettinn líka til að gera hann meira áberandi og halda honum við. Einnig eru margir menn hérna með langa nögl á litla fingri, eftir að hafa googlað það komumst við að því að það getur merkt ýmislegt en þó aðallega er það merki um auð og velgengni útaf því að þú vinnur enga verkamannavinnu með svona flotta nögl.
Erum semsagt bara að slappa af hérna í Alexandríu og skoða okkur um og ætlum svo að fikra okkur að Cairio eftir helgi (ekki það að hver dagur sé ekki helgi hjá okkar) og skoða aðeins fleiri pýramíta og fara á kameldýramarkað :) 

P.s. Höfum sett slatta af myndum inn og fleiri væntanlegar. En fyrir þá sem ekki eru "vinir" Grétu á facebook þá eru myndirnar þar og opnar öllum sem vilja skoða :)

P.s. II Eins gaman og fólk hefur að lesa þetta hjá okkur þykir okkur líka rosalega gaman á að fá lítil comment fyrir, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með :) 

25 ummæli:

  1. Oj, hvernig gátuði sofið með svona skítuga kodda!?
    Haha annars mjög gott blogg ;)

    Kv. Arnheiður

    SvaraEyða
  2. Gaman að fá að fylgjast með ykkur
    Kv. Heiðrún Edda

    SvaraEyða
  3. Það er SVO gaman að fylgjast með ykkur...bestu kveðjur mamma og pabbi

    SvaraEyða
  4. Við hðfum æðislega gaman af að lesa þetta hjá ykkur, hljóma eins og algjört ævintýri
    Kv. Sandra og Thor

    SvaraEyða
  5. Gaman að lesa pistlana frá ykkur. Vonandi verður hreinlætið meira á næsta stað. Allt í góðum gír hér á hjaranum. Ástarkveðjur frá ömmu og afa á Blönduósi

    SvaraEyða
  6. meira ævintýrið á ykkur elksunar. Svo gaman að legga bloggið ykkar
    bestu kveðjur frá Hulda frænku og co í Sandefjord

    SvaraEyða
  7. En ógeðslega flott herbergi, hefði sennilega ekki getað sofið þarna....þið eruð frábær :) en alltaf gaman að lesa blogg frá ykkur

    kv Inga og Heimir

    SvaraEyða
  8. schnappaði hún bara og löðrungaði hann þvert yfir beðið. En í sambandi við nöglina á litlafingri þá hefur þetta nú oft verið kölluð kókain nögl, eru menn ekki bara aðeins að jóðla í nösina á sér þarna.

    SvaraEyða
  9. það var reyndar líka ein útskýringin sem við fundum, þar var líka svo það væri auðveldara að bora í nefið.. okkur fannst þetta með auðinn bara líklegast :) þetta eru soddan bindindismenn hérna, það er ekki einu sinni í lagi að fá sér einn bjór!

    SvaraEyða
  10. Nei enda er alltaf lágmark 2 :)

    SvaraEyða
  11. Ég skil reyndar vel að karlagreyjunum finnist gaman að sjá Grétu Maríu í bláa kjólnum - bara vanir að sjá svart -síðklæddu dömurnar sínar. Hvað eru þær að gera á ströndina? Fara í sólbað?
    Haldið áfram að hafa það skemmtilegt og lenda í nýjum ævintýrum.
    Kveðjur frá afa og ömmu

    SvaraEyða
  12. Ætlið þið að kaupa kameldýr?
    Passið ykkur að kaupa bæði karldýr og kvendýr - það er pláss hérna í fjósinu ef þið viljið geyma þau hérna.
    kveðja
    afi

    SvaraEyða
  13. Takk fyrir þetta og allt spjallið í gær, bara gaman ;o)
    Góða skemmtun áfram ;o)
    Hvert farið þið svo í Kenya ?
    Kveðja mamma Elín

    SvaraEyða
  14. Skemmtilegur pistill ;)
    Söknum ykkar mikkiðððð
    kv Jóhanna og co

    SvaraEyða
  15. Sigurlaug sagði......

    Það er mjög gaman að fá að fylgjast með þessari stórkostlegu ævintýraferð ykkar :)
    Kær kveðja,
    Sigurlaug Ragnars (systir Raddýar)

    SvaraEyða
  16. Já gaman að fylgjast með þessum ævintýrum ykkar ;-) alveg snilld. Ég hugsaði líka eins og afi,, kameldýramarkað ???? það er laust pláss í hesthúsinu hjá Selmu í vetur fyrir eitt dýr ekki tvö ;-)
    kv
    Höskuldur

    SvaraEyða
  17. Þið eruð svo fleppeað ;D
    kv. Inga haha

    SvaraEyða
  18. Eiðar ´64 ? Þetta er eitthvað sem ég á eftir að ræða við Þorra.

    Kv
    Sigurbjörg Hvönn

    SvaraEyða
  19. Augljóslega gaman í lestunum þarna úti.. sumir með skæting og aðrir sem vilja bara spjalla ;) Örugglega mjög fróðlegt "samtal" við þennan mann hehe.. Annars alltaf gaman að lesa um ævintýri ykkar :)

    SvaraEyða
  20. Gaman að lesa þetta, rifjast upp manns eigin ferð til Eygyptalands, vona að þið njótið ykkar í botn :)

    kv. Jón Árni

    SvaraEyða
  21. Það er svoooo skemmtilegt að lesa bloggin ykkar. Þorri ég held að ég fari jafn oft hér inn og mamma þín, og þá er mikið sagt. Gangi ykkur vel. Bestu kveðjur Raddý

    SvaraEyða
  22. Sæl bæði.
    Orðin fastur liður í hádeginu að kíkja á Bloggið ykkar. Gangi ykkur allt í haginn og góða skemmtun.
    Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
    Mbk Kári Kára.

    SvaraEyða
  23. Helga Gunnarsdóttir29. september 2011 kl. 16:19

    Frábært blogg hjá ykkur eins og ykkur er von og vísa. Skemmtil mér mikið við að sjá þetta allt fyrir mér. Herbergið lítur samt út fyrir að hafa verið aldrei þrifið, vort sem það var '64 gæti alveg verið. Gott að þið voruð með silki svefnpokana því annars höfðuð þið eflaust ekki getað sofið þarna!
    Þessi arabíski vísindamaður hljómaði líka mjög skemmtilegur, hefði eflaust fengið margar stjörnur ;)
    Knús og kossar
    Helga Gunn

    SvaraEyða
  24. Helga Gunnarsdóttir29. september 2011 kl. 16:20

    Frábært blogg hjá ykkur eins og ykkur er von og vísa. Skemmtil mér mikið við að sjá þetta allt fyrir mér. Herbergið lítur samt út fyrir að hafa verið aldrei þrifið, vort sem það var '64 gæti alveg verið. Gott að þið voruð með silki svefnpokana því annars höfðuð þið eflaust ekki getað sofið þarna!
    Þessi arabíski vísindamaður hljómaði líka mjög skemmtilegur, hefði eflaust fengið margar stjörnur ;)
    Knús og kossar
    Helga Gunn

    SvaraEyða
  25. Helga Gunnarsdóttir29. september 2011 kl. 16:20

    Frábært blogg hjá ykkur eins og ykkur er von og vísa. Skemmtil mér mikið við að sjá þetta allt fyrir mér. Herbergið lítur samt út fyrir að hafa verið aldrei þrifið, vort sem það var '64 gæti alveg verið. Gott að þið voruð með silki svefnpokana því annars höfðuð þið eflaust ekki getað sofið þarna!
    Þessi arabíski vísindamaður hljómaði líka mjög skemmtilegur, hefði eflaust fengið margar stjörnur ;)
    Knús og kossar
    Helga Gunn

    SvaraEyða