sunnudagur, 19. febrúar 2012

Strendur og Angkor Wat

Það hefur nú ekki dregið mikið til tíðinda síðan í síðasta bloggi, erum aðallega búin að hafa það notalegt á ströndinni í Kambódíu. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma í indælu borginni Phnom Penh ákváðum við að halda suður á bóginn eða til Sihanoukville sem er strandbær ekki svo langt frá höfuðborginni.
Leikid ser a milli vinnustunda
Það er ekki hægt að segja að fyrstu kynnin hafi verið góð því við vorum svo vitlaus að enda á strönd sem var ekki alveg við okkar hæfi en á þessum stað eru nokkrar strendur. Þegar betur var að gáð voru þarna aðallega gamlir hvítir karlar með ungu kambódísku dömunum sínum sem þeir versla sér fyrir næturnar. Þetta var frekar sorglegt og eiginlega bara viðbjóðslegt að sjá þar sem margar þeirra eru bara ennþá börn en Kambódía er þekkt fyrir ferðamennsku sem snýst út á barnaníð og eru ótal ferðaskrifstofur út um allan heim sem fara í svona ákveðnar ferðir. Við vorum búin að ákveða að fara á aðra strönd strax daginn eftir en þá urðum við bæði allt í einu veik og skriðum eiginlega ekkert úr rúminu næstu þrjár næturnar, fórum reyndar eitt kvöldið á Pub-Quiz sem var ekkert gaman þar sem þú varðst helst að vera Breti yfir sextugu til að geta svarað einhverju.
Sluppum svo loksins af þesstum stað þar sem við fundum æðislega strönd þar sem var fólk á okkar aldri og okkur leið strax mun betur. Þarna var svo tekið á því á ströndinni og synt í æðislega heita sjónum. Þessi staður var ekkert afgerandi fallegur þannig séð en þegar maður hefur sól, sand og sjó skiptir umhverfið svo sem litlu máli. Venjulegur dagur þarna samanstóð af að vakna í hádegismat, skella sér í sundlaugina, ströndina og svo borða kvöldmat þannig það má segja að lífið hafi verið ljúft og áhyggjulaust, alveg þangað til við vorum trufluð í rútínunni okkar einn daginn þegar við vorum að labba af ströndinni þegar það var kallað á eftir okkur: ,,Hey, þið eruð Íslendingar“. En þannig var sagan okkar þegar við hittum óvart Íslendinga í fyrsta skiptið í ferðinni (fyrir utan Guðrúnu auðvitað en það var planað). Þetta voru tvær stelpur frá Dalvík, Alexandra og Eva María, og þegar leið á kvöldið komumst við að því að við þekktum fullt af sameiginlegu fólki og þær voru á sama tíma og Gréta í Menntaskólanum á Akureyri, alltaf skemmtilegar svona tilviljanir. Fögnuðum þessu að sjálfsögðu um kvöldið og skemmtum okkur ærlega fram eftir nóttu.
Ananas"sleikjo"
Tókum daginn eftir nokkuð rólega og leiðgum okkur öll litla bíóstofu en það er snilldar hugmynd sem einhverjum datt í hug þar sem þú getur leigt herbergi með sófum, flatskjá og flakkara með öllum þeim bíómyndum sem maður getur ímyndað sér. Í fyrsta skipti leið okkur eins og við værum bara komin heim í stofu en það var mjög notaleg tilfinning. Kíktum svo aftur út um kvöldið og höfðum gaman. Síðan var komið að kveðjustund daginn eftir þar sem við vorum á leið til Siam Reap en þær á leið til eyju ekki svo langt frá Sihanoukville en það var æðislegt að hitta loksins Íslendinga og það ekki af verri endanum.
Fórum með enn einni svefnrútunni, sem eru alveg ótrúlega hentugar, að þessu sinni til Siam Reap í vesturhluta Kambódíu en þar má finna hið fræga hof Angkor Wat. Um leið og við komum um morguninn var byrjað að svindla á okkur en þar sem við erum orðin svo sjóuð í þessu tækluðum við það nokkuð vel. Okkur var sem sagt lofað að vera sótt á rútustöðina og keyrt að hótelinu okkar frítt (sem er náttúrulega aldrei frítt þar sem það er bara innifalið í miðanum sem við keyptum). Þegar við komum stóð þar maður með skilti með nöfnunum okkar á og þegar við vorum sest inn í tuk tukinn hans fyrir utan stöðina spurði hann hvort við ætluðum ekki að skoða hofin yfir daginn, jú, jú við ætluðum að gera það. Þá spurði hann hvort við myndum ekki örugglega fara með honum í það og við svöruðum að við myndum kannski gera það ef hann gæfi okkur gott verð í það, þar sem hann gaf upp frekar hátt verð sögðumst við bara ætla fara á hótelið okkar og skoða málin þar og spyrja nokkra um verð. Þá varð okkar maður frekar önugur og sagðist ekki fara með okkur frítt á hótelið okkar nema við myndum taka ferðina um hofin hjá honum yfir daginn, við héldum nú ekki þar sem það var ekkert í samningnum.
Islendingabiostofan :)
Þá sauð svolítið upp úr þangað til við sögðumst þá fara með honum en hann þyrfti að skutla okkur á hótelið fyrst til að skila töskunum okkar, þegar þangað var komið sögðum við houm að við værum búin að skipta um skoðun og ætluðum ekki með honum í ferðina þar sem hann væri greinilega bara að reyna að svindla á okkur en þá varð hann alveg brjálaður og á endanum hringdum við á skrifstofuna sem við pöntuðum miðann hjá og fengum það staðfest að það væri ekkert smáa letur um að þurfa að taka dagsferð hjá honum. Þegar við svo réttum honum símann til að tala við ferðaskrifstofuna skellti bílstjórinn á því hann þorði ekki að tala við þá. Fórum svo bara inn á herbergi og biðum í svoltila stund til að vera viss um að hann væri farinn, þegar við komum svo niður sagði konan í lobbýinu að hann hafi orðið alveg star vitlaus og reynt að komast að því í hvaða herbergi við værum í. Fengum svo ósköp ljúfan og góðan bílstjóra til að fara með okkur um hofin yfir daginn. Það má segja að Angkor Wat hafi ekki alveg staðið undir nafni hjá okkur enda kannski væntingarnar of miklar en þetta er hof hofanna og eitt það merkilegasta í allri Asíu. Hofin í kringum Angkor voru þó mun fallegri en eftir þrjá klukkutíma að þræða hof eftir hof byrjuðum við að líta á klukkuna og telja niður í sólsetur en þá áttir túrinn okkar að klárast.Þarna voru líka mjög mikið af börnum sem voru að selja allsskonar dót, allt niður í tveggja, þriggja ára, það er mjög sorglegt en maður verður að passas sig á að kaupa ekkert af þeim því það er í raun það besta sem þú getur gert,  með því að versla ekki af þeim hætta vonandi foreldrarnir að senda þau í söluleiðangra og senda þau vonandi í skóla en því miður eru margir ferðamenn ekki að meðtaka þetta. Þessi börn fá heldur aldrei þennan pening fyrir sig, þau eru þjálfuð í að þykjast vera sorgmædd, sáum við til dæmis hóp af litlum börnum sem voru að æslast og leika sér glöð og kát en svo um leið og þau komu auga á okkur hættu þau og urðu niðurlút og þóttust vera voðalega sorgmædd og settu upp hvolpaaugun. Mjög margir kaupa þriggja daga passa til að skoða öll hofin vandlega og það er eitthvað sem við skiljum ekki en það er kannski ekkert að marka við erum alveg hræðileg í svona hofastússi. Viljum samt alls ekki gera lítið úr þessum merkilega stað þetta er alveg ótrúlega flott hof sum þeirra og maður fer náttúrulega ekki til Kambódíu nema að koma við þarna.
Þurftum að fara strax daginn eftir því förinni var heitið til elsku Thailands eða nánar tiltekið til eyju sem heitir Koh Chang en þar beið Evelien, vinkona Grétu, eftir okkur ásamt thailenskum kærasta hennar honum Joy. Það tók ekki nema ellefu klukkutíma að koma okkur frá Siam Reap og til eyjarinnar en um næstum því um leið og við komum til Thailands byrjaði að helli rigna, sem er mjög skrítið þar sem það á að vera þurrkatímabil núna. Það urðu svo miklir fangaðarfundir þegar við komum og við spjölluðum okkur inn í nóttina. Daginn eftir þurfti auðvitað að rigna allan tímann svo við héngum bara inni í skjóli fram eftir degi og pöntuðum okkur ferð til Bangkok strax daginn eftir því okkur leist ekkert það vel á þessa eyju fyrst veðurguðirnir létu svona illum látum. Gisting er líka mjög dýr hérna þannig að við urðum mjög hamingjusöm þegar við fundum lítinn kofa fyrir þúsund krónur nóttina þó svo að við þyrftum að tannbursta okkur yfir klósettskálina. Þennan dag var mikið spjallað og spilað og tíminn leið allt of hratt.  
Í morgunn skein auðvitað sólin og ekkert að veðrinu, þá loks sáum við hversu æðislga falleg þessi eyja er og hálf leiðinlegt að hafa ekki getað notið hennar lengur en Evelien þurfti að fara því hún hefur svo lítinn tíma áður en hún fer aftur til Belgíu. Tókum svið svo ferjuna í land og rútuna alla leið til Bangkok og erum nú lent á Kao San götunni góðu og hér ætlum við að vera eitthvað næstu dagana og njóta borgarinnar. 
Greta og Evelien

Solsetur vid Angkor Wat

 
Örstutt samantekt frá Kambódíu sem stóðst flestar okkar væntingar, þó aðallega Phnom Penh. Aðal vonbrigðin voru þó þau að Þorri fann enga steikta tarantúlu til að smakka á, en við höldum enn í vonina:

Við eyddum 23,5 klukkutímum í rútum.

Hvað stóð uppúr:
- Killing fields og S-21 fangelsið
- Að rölta um næturmarkaðinn í Phnom Penh
- Að sitja á pöbbnum ásamt kátum heimamönnum og skemmtilegum ferðafélögum í P.P.
- Að liggja eins og skötur á ströndinni í Sihanoukville
- Hitta Íslendinga
- Angkor Wat hofin

Verðdæmi:
-Hótelgisting: 1.000 kr.
-Máltíð fyrir tvo og drykkir: 750 kr.
-1,5 l af vatni: 100 kr.
-Stór bjór á krana: 100 kr.
-12 klst. svefnrútuferð: 2.100 kr.
-Dagspassi í Angkor Wat: 2.600 kr.

Kort af leiðinni sem við höfum farið, stjörnurnar eru staðirnir þar sem við stoppuðum:

 
 HER eru myndir fra Vietnam

12 ummæli:

  1. Það er erfitt að skrifa með Míu liggjandi hálfa ofan á lyklaborðinu en hún er alveg sjúk í knús núna. Ég væri alveg til í smá strandlíf og umhverfið er alltaf jafn fallegt þarna hjá ykkur.
    Gott að ykkur líður vel, bestu kveðjur frá okkur öllum, mamma.

    SvaraEyða
  2. Bolla,bolla. Búið að baka helling af bollum hér á Hlíðarbrautinni sem hafa runnið ljúflega niður. Gott og gaman að heyra frá ykkur. Frábært að hitta loksins íslenska ferðamenn. Mikið rosalega ferðist þið um fallegar slóðir. Gaman væri að vera kominn í sól og sumar þarna hjá ykkur. Gangi ykkur vel í Thailandi og haldið áfram að passa hvort annað. Kærar kveðjur frá ömmu og afa á Blönduósi.

    SvaraEyða
  3. Loksins,! Eg var farin að bíða eftir framhaldi af ferðasögunni, Þið eruð ekki lengi að strauja löndin, Það er gaman að fá að ferðast svona með ykkur í huganum en sitja samt á rassinum heima. .Afi liggur í flensu búinn að vera með háann hita í 5 daga , fer vonadi að batna úr þessu.Gangi ykkur vel áfram og passið ykkur á bombunum í Bankok. Kær kveðja ! Amma Ásta ,, og afi biður að heilsa !

    SvaraEyða
  4. Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar :) Hefði nú ekkert á móti því að komast í sólina og góða veðrið, þó það væri ekki nema bara í smá stund ;)

    SvaraEyða
  5. Elsku ferðalangar.
    Þetta var skemmtilegt að heyra og sjá og að þið eruð orðin frísk aftur.
    Virðast nú vera margar skuggahliðar á Kambodiu - og Vesturlandabúar stuðla að því að níðst sé á börnum. Gaman að þið hittuð Evelyn - skil ekkert í að það skuli ekki fleiri kunningjar skreppa og hitta ykkur í nokkra daga - áreiðanlega margir til með það.
    Ég er oft að hitta fólk sem fylgist með ferðum ykkar - er ekki einhver vísa með
    "... sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast" Við notfærum okkur það - takk fyrir og gangi ykkur vel áfram.
    Kveðjur frá okkur afa.

    SvaraEyða
  6. Ég datt inn á bloggið ykkar alveg óvænt en mikið er gaman að lesa um ykkar ævintýraferðalag. Systir mín Sigríður Kristín hefur einmitt komið tvisvar til Kambodíu og var mjög hrifin af landi og þjóð,einkum börnunum.
    Kveðja frá Boggu í Ömmuhúsi.

    SvaraEyða
  7. Frábært að lesa ferðasöguna ykkar eins og venjulega. Maður stendur sig að því að bíða eftir næsta bloggi. Gott að þið náðuðu ykkur upp úr pestinni og gátuð haldið áfram í ævintýrunum ykkar. Ég tek undir með ömmunum að maður lifir sig inn í ferðalagi og heldur smá stund að maður sé með ykkur.
    Knús á ykkur og passið hvort annað. Njótið Tailands
    kv Jóhanna Erla og co.

    SvaraEyða
  8. Alltaf gaman að fá framhald af blogginu, Ég þakka fyrir afmæliskveðjuna :) Þetta sem Gréta er með þarna á disknum lítur ekkert rosalega girnilega út, en steiktar tarantúlur þá erum við að tala saman. Ég vona að þið finnið þær fljótlega og þá duga sko ekki bara myndir, ég vill fá video af Þorra vera að éta þær og helst Grétu líka :p

    SvaraEyða
  9. 'o elsku Top Cat bio kvoldid okkar!
    Vonum ad thid njotid Thailands i botn, vid erum lentar i hreinu Singapore, ferdalagid gegg bara vel, nema hvad ad vid vorum kalladar upp a flugvollinum tha hafdi Alexandra gleymt simanum sinum a hotelinu og hotel gaurinn okkar kom bara upp a flugvoll med hann (vorum a besta hoteli ever!)
    En mjog skemmtilegt ad lesa bloggid ykkar, vid munum halda afram ad fylgjast med ykkur :)

    SvaraEyða
  10. Helga Gunnarsdóttir21. febrúar 2012 kl. 15:28

    Sæl elskurnar!

    Það er alltaf jafn gaman að lesa um ævintýrin sem þið lendið í. Gott að þið láuð ekki lengur í pest, alltaf ömulegt að vera lasin! Og ég skil vel að þið hafið ekki verið glöð með að vera á þessari strönd þar sem svona ógeðslegt athæfi fór fram. Snilld að hitta Íslendinga í Kambódíu! Og þessi bíóstofa hljómar æðisleg!

    Hlakka til að lesa næsta blogg.

    Knús og kram
    Helga Gunn

    SvaraEyða
  11. Þakka ykkur fyrir þetta skemmtilega blogg, það væri gott að koma aðeins í hlýjuna til ykkar og fá smá lit á kroppinn. Allt gott að frétta héðan að heiman , kær kveðja.
    Pabbi og Sandra

    SvaraEyða