laugardagur, 22. október 2011

Lokadagar i Afriku


Komumst áfallalaust í gegnum rútustöðina og alveg á leiðarenda, þó svo að rútuferðin hafi tekið 16 tíma í staðin fyrir 12 eins og okkur var sagt en við erum búin að komast að því að maður þarf alltaf að bæta við 3-5 tímum við það sem manni er sagt. Erum því komin til Nairobi núna á gamla gististaðinn okkar og voru kristnu nágrannarnir okkar samir við sig og blöstuðu bænaöskrum alla nóttina og fram eftir morgni. Í gær röltum við um göturnar hér í borg, fórum á pósthúsið og svoleiðis stúss.
Okkur fannst svolítið spennandi að fara inná kenýskt pósthús því á öllum þeim stöðum sem við höfum komið til hefur fúlasta og önugusta fólkið alltaf leinst á pósthúsunum, það væri því áhugavert að komast að því hvernig pósthússtarfsmenn í Kenýa myndu taka á móti okkur og viti menn það var tekið á móti okkur með bros á vör og vildi starfsfólkið allt fyrir okkur gera, þeir meira að segja gátu sent póst til Íslands, eitthvað sem fúlu starfsmennirnir í Tanzaníu gátu ekki gert. Þetta undirstrikr því hversu yndælt fólkið er hérna.
Í kvöld fljúgum við til Qatar sem er lítið olíufustaríki á arabíuskaganum, við stoppum þar í viku til að hlaða batteríin áður en við höldum svo áfram til Indlands.



Hér kemur svo smá samantekt í lokin um Kenýa og Tanzaníu.

Það sem kom okkur mest á óvart:
-Hvað ættbálkafólk er áberandi (héldum að þeir héldu sig einhversstaðar afskekkt).
-Hvað mikill hluti þorpanna sem maður keyrði í gegnum samanstóð nánast einungis af mykjukofum.
-Maður sá villt dýr mjög víða en ekki bara í þjóðgörðunum, þá aðallega sebrahestar og antilópur.
-Hvað er lítið um betlara.
-Hvað götusölumennirnir voru lítið uppáþrengjandi og létu „nei“ nægja sér.
-Hvað fólk er glaðlegt og jákvætt þrátt fyrir mikla og sýnilega fátækt.
-Veðrið.. það er ekki nærri eins heitt og við bjuggumst við, t.d. í Nairobi þarf maður að vera í buxum og peysu á kvöldin og morgnanna.

Það sem stóð uppúr:
-Safaríferðin númer eitt, tvö og þrjú.
-Heimsóknin í Masai þorpið.
-Að hanga í litlum þorpum bara með innfæddum.
-Ströndin á Zanzibar

Jákvæðar hliðar:
-Hvað maður fékk litla athygli
-Frekar lítið áreiti
-Það tala ALLIR ensku
-Allir tilbúnir að hjálpa
-Brosmildi (aðallega Kenýa þó)
-Maður sér mjög lítið rusl á víðavangi og á götunum.
-Ódýrt að lifa hér (Fyrir utan Zanzibar og safaríferð)

Neikvæðar hliðar:
-Rútustöðvar og vitleysan sem þeim fylgja.
-Maður fær smá ósanngirnistillfinningu að sitja hliðiná einhverjum t.d. í ferjunni til Zanzibar vitandi að maður er að borga 5 sinnum meira en manneskjan við hliðiná manni.
-Að maður geti ekki verið úti eftir myrkur (um 6 leytið) vegna þess hve hættulegt það er (fyrir utan ströndina í Zanzibar)
-Hvað ringdi mikið á meðan við vorum í Kenýa (samt mjög jákvætt fyrir grasið og uppskerur :) )
-Maturinn, erum orðin frekar leið á kjúkling og frönskum sem virðist vera oft það eina sem til er á matseðlunum (Nema í Zanzibar).
-Sómölsku sjóræningjarnir sem hindruðu ferð okkar til Lamu.

Sá tími sem við sátum í rútum eða bátum voru 69 klukkutímar (þar af 5 í bátum) og það gerir rétt tæpa þrjá sólahringa á ferðinni :)

Hér koma svo nokkur verðdæmi frá báðum löndum (að Zanzibar undanskildu)
1,5 l af vatni = 50 kr.
300 ml af gosi = 30 kr.
500 ml bjór á bar = 130 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo = 700-1.000 kr.
Tveggjamannaherbergi á gistiheimili = 800-1.500 kr.
Leigubíll ca. 15 km = 1.100 kr.
Tveggja tíma snorklferð fyrir tvo (með öllum útbúnaði) = 3.000 kr.
4 daga safaríferð með öllu inniföldu fyrir tvo = 120.000 kr.

Hér kemur svo kort af leiðinni sem við höfum farið síðustu þrjár vikurnar:

Getid ytt a myndina til ad staekka!
Og svo viljum vid minna a myndirnar:

16 ummæli:

  1. Það er enginn smá tími sem þið eruð búin að eyða í rútuferðum! En gaman að sjá hvað hefur staðið upp úr og hvað ekki :) Viljum þakka fyrir póstkortið sem við fengum. Mjög gaman að fá svoleiðis alla leið frá Afríku ;)
    Bestu kveðjur frá DK,
    Bjarni og Tinna :)

    SvaraEyða
  2. Verdi ykkur ad thvi gaman ad vita ad thad hafi skilad ser.. thau sogdu okkur svo eftir ad vid vorum buin ad henda ollum kortunum i postkassann ad thau senda ekki til Islands thannig ad vid erum ekki bjartsyn ad thau sem vid reyndum ad senda thangad skili ser! En thau aetludu ad reyna ad senda postinn til Englands og sja hvad their gera thar hehe ;)

    SvaraEyða
  3. Góða ferð til Qatar. Þar er lífið trúlega með öðru sniði en í Kenya. Hlökkum til að heyra frá ykkur þaðan. Kveðja frá ömmu og afa á Blönduósi.

    SvaraEyða
  4. Elskurnar mínar, yndislegt að heyra frá ykkur og fá að fylgjast með. Gætið ykkar á matnum í Indlandi því bakteríur þar gætu gert ykkur grikk. Njótið ferðarinnar og enn og aftur.... passið hvert annað, þið eruð góð í því :)

    SvaraEyða
  5. Gleymdi að skrifa undir síðasta bréf :)
    Jóhanna heiti ég og átti að biðja fyrir kveðjur til ykkar frá okkur öllum hér á Akri :):) Knús til ykkar.

    SvaraEyða
  6. Hæ hæh hæ..... alltaf gaman að lesa bloggin ykkar bestu kveðjur og góða skemmtun
    kv
    Höskuldur

    SvaraEyða


  7. Rosalega gaman að lesa bloggin ykkar eins og alltaf. Pakkinn frá Egyptalandi kom í gær, hann var svolítið sjúskaður, kraminn og gat á honum. Vonandi kom bara innihaldið allt, ég tók mynd af því og sendi þér hana síðar þá getur þú séð hvort að þetta hafi allt skilað sér. Fíllinn var fótbrotinn og alveg ótrúlegt þá fann ég fótinn í kassanum þannig að ég fór með hann í aðgerð í gærkvöldi og honum heilsast bara mjög vel í dag ;o) Góða ferð í kvöld og hafið það sem allra best krúttin mín ;o) Bestu kveðjur mamma ;o)

    SvaraEyða
  8. Gaman að lesa eins og venjulega, okkur er farið að langa til að hitta ykkur á skype!!
    Bestu kveðjur og góða ferð til Qatar elskurnar.
    Mamma

    SvaraEyða
  9. Elsku ferðalangar.
    Gott að þið ferðist næst með flugvél - er ekki nóg komið af rútuferðum í bili? :-) 69 klukkutímar er ekki svo lítið.
    Og þá liggur leiðin í austur - þar bíða örugglega mörg ævintýri. Við biðjum að heilsa og góða ferð vonandi hægt að spjalla við ykkur frá Qatar.
    kveðja amma

    SvaraEyða
  10. Vá..ferðalagið! og þið eruð bara rétta að byrja ;) verður gaman að halda áfram að lesa hvað gerist næst...soldið eins og að fylgjast með seríu! hehe. Vá hvað safariferðin er dýr samt!! og gaman að sjá verðdæmin :) Vonandi farið þið að finna eitthvað annað til að borða útí heimi.
    Kv. Inga

    SvaraEyða
  11. Komi þið sæl og blessuð. ég er loksins búinn að átta mig á hvernig á að setja inn comment.
    Mikið er gamann að lesa bloggið ykkkar þetta er hreint ævintíri hjá ykkur. vona að ykkur gangi allt sem best og tið skemmtið ykkur sem best.
    Kveðja frá Húnsstöðum 2.

    SvaraEyða
  12. Vá, það er aldeilis tíminn í rútuferðirnar! Hljótið að vera komin með ógeð :p
    En bíð spennt eftir næstu fréttum :)

    Kv. Arnheiður

    SvaraEyða
  13. Þökkum fyrir póstkortið sem kom í dag en er póstlagt í Dar Es Salaam 15.10. sem er alls ekki svo slæmt miðað við lýsingarnar á pósthúsum Afríku.
    Reyndar var það póstþjónustan á Blönduósi sem klikkaði og bar kortið út í vitlaust hús, en það komst til skila.Bestu kveðjur frá ömmu og afa á Blönduósi.

    SvaraEyða
  14. Hæ Þorri og Gréta.
    Ég öfunda ykkur ekki að vera svona mikið í rútum.
    En ég öfunda ykkur að sjá öll dýrin og vekja svona mikla athygli hjá svarta fólkinu. Þið eruð eins og Michel Jackson. Voru þið ekki hrædd við ljónin og hin villidýrin? Ég hlakka til að fylgjast með ykkur. Allir biðja að heilsa.
    Kveðja frá Steinari Erni.

    SvaraEyða
  15. Helga Gunnarsdóttir27. október 2011 kl. 19:38

    Hæ elskurnar!

    Gaman að sjá ný verð og miða þau við Egyptaland :) Samt ótrúlega dýrt miða við allt hitt þar er að segja að fara í Safaríferð en hún hefur eflaust staðið 100% fyrir sínu ;)
    En vá hvað þið hafið verið lengi í rútu! Þið eruð eflaust orðin mjög lunkin í bílaleikjum :p
    Ég vona að ferðin til Qatar hafi gengið vel og hlakka mikið til að "heyra" (réttara sagt lesa) frá því landi.
    Knús og kram mín kæru :*
    Helga

    SvaraEyða
  16. Mér finnst bloggið ykkar alveg rosalega flott, fræðandi og skemmtilegir samantektarpunktarnir. Það eru alls ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu tímafrekt það er í rauninni að blogga :) En þetta er frábær heimild fyrir ykkur og ég ráðlegg ykkur að gera bók um ferðalagið eins og ég gerði - bara frábært. Já, þessar blessuðu rútuferðir eru ekkert smá þreytandi á meðan á þeim stendur hehe ... þið verðið orðin atvinnumanneskjur þegar þið komið til Asíu :) Kveðja, Inga Heiða

    SvaraEyða